Þór

Þór er íslenskt íþróttafélag með eitt af stærstu rafíþróttadeildum á landinu. Félagið hefur lengi verið að keppa á hæsta stigi í rafíþróttum í Íslandi, með lið í úrvalsdeildum í CS:GO og Rocket League. Þór sýndu sig fyrst í Rocket League senunni í maí 2020, með lið sem samanstóð af Klóa, Bafga og Dabba789_. En áður en fyrsta tímabil deildarinnar byrjaði datt sá leikmannahópur í sundur og fóru Bafga og Dabbi789_, ásamt Allafret, í Somnio.

Félagið kom sér aftur inn í senuna í febrúar 2021 þegar það nældi sér í fyrstudeildarliðið GOAT Iceland, sem var á leiðinni í úrvalsdeildina eftir að hafa náð öðru sætinu á fyrra tímabili. Í liðinu voru þeir Hemmigumm, Klói, Smívar og Sofasett. Þeir áttu ótrúlegt tímabil og enduðu í öðru sæti í úrvalsdeildinni.

Fyrir þriðja tímabilið skipti liðið út Klóa fyrir fyrrum Dusty leikmann, Kartoflu, og undradrenginn Danna Juice, á meðan Sofasett tók við þjálfara stöðu liðsins. Liðið hélt áfram að standa sig vel og enduðu tímabilið aftur í öðru sæti.

Fjórða tímabilið gekk ekki eins vel og fyrri tvö höfðu, enda var úrvalsdeildin orðin töluvert sterkari en á fyrri tímabilum. Þór liðið, með nýja varamanninn sinn RAFn, komust í úrslitakeppnina þrátt fyrir erfiða deildarkeppni og nældu sér í fjórða sætið.

 

Leikmenn

THOR_Steb_Cross
steb
THOR_Silhouette_Cross
bjarni
THOR_Silhouette_Cross
regser
THOR_Silhouette_Cross
EmilVald