OGV

OGV er öflugt íslenskt rafíþróttalið, OGV eru nýtt nafn í deildinni en ekki vantar upp á reynsluna í liðinu. Áður hét liðið Pushin P og ruddu þeir aldeilis veginn sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeild RLÍS. Með Roadmane, Gumma, Aronrafn og Hodge í liðinu. Á tímabili 6 gerðu leikmenn Pushin P breytingar á liðinu sem reyndust ekki vera góðar fyrir liðið. Liðið lenti í 7. sæti af 8 og þurftu þá að mæta öðru sæti í fyrstu deildinni til að halda sínu sæti í úrvalsdeild RLÍS sem þeir gerðu þó og héldu sínu sæti í deildinni.

Rétt áður en tímabil 7 hafðist þá sameinuðu Pushin P og OGV krafta sína og breyttu liðinu algjörlega ásamt nafninu. Tókst þeim að semja við þrjá nýja leikmenn í liðið, Dansku sem hefur toppað í 5. sæti á heimslistanum í 3v3, Dan (áður þekktur sem Danni Juice) og Nocho (áður þekktur sem BNZ eða Nocco).

Roadmane er leikmaður sem hefur keppt 2 tímabil í RLÍS deildinni og er öflugur sem þriðji maður, lykilmaður í varnarvinnu og vinnur vel í kringum liðsfélaga sína. Dan er tæknilegur leikmaður sem spilar hraðan og ákveðinn leik, leikur á andstæðinga sína og gerir mótherjum erfitt að verja gegn sér. Nocho er heilinn í liðinu, er alltaf vel staðsettur ásamt því að vera búinn að hugsa allan leikinn í gegn. Dansku er talinn vera einn sá allra besti í RLÍS deildinni þetta tímabilið, Dansku er finnskur leikmaður sem hefur unnið ótal mót t.d. RCS árið 2022, Finnsku deildina og meira til.

OGV ætla sér að stefna hátt þetta tímabil, með sterkan leikmannahóp telja þeir sig eiga góðan séns í fyrsta sætið núna í ár.

Leikmenn

OGV_Silhouette_Cross
Dansku
OGV_Silhouette_Cross
Dan
OGV_Silhouette_Cross
Nizzeh.
OGV_Silhouette_Cross
Qhela