RLÍS Deildin

Sagan

Tímabil 1. Á fyrsta tímabili deilarinnar kepptu aðeins 6 lið og voru það þau KR White, KR Black, Dusty, Fylkir, Somnio og Speed Demons. Tímabilið hófst í lok október 2020 og deildarkeppnin stóð yfir tíu vikur. Úrslitakeppnin var haldin sunnudaginn 17. febrúar eftir áramót og nældi KR White sér í fyrsta íslandsmeistaratitilinn og 15.000 krónur.

Tímabil 2. Á öðru tímabilinu bættust 2 sæti við keppnina og voru þá 8 lið að spila. Frá fyrra tímabili voru KR White, KR Black, Dusty, Somnio og Fylkir og auk þess komu inn þrjú lið úr fyrstu deildinni. Það voru Þór Akureyri, Vættir og Panda Bois. Í þetta skiptið var deildarkeppnin aðeins sjö vikur en hún hófst í lok febrúar 2021, stuttu eftir úrslitahelgi fyrra tímabils. Úrslitakeppni tímabilsins var haldin 25. apríl og nældi KR White sér í annan íslandsmeistaratitil og 15.000 krónur.

Tímabil 3. Á þriðja tímabilinu jukust vinsældir deildarinnar töluvert þar sem hún var komin á nýju Stöð 2 Esports rásina og með 250.000 krónur í verðlaun. Þetta tímabil var deildin nefnd “Turf Deildin” þar sem hún var styrkt af Turf. Þetta tímabil samanstóðu liðin af LAVA Esports, Þór Akureyri, KR, Somnio, Panda Bois, RAFÍK, Midnight Bulls og oCtai eSports. Deildarkeppnin byrjaði um miðjan september 2021 og stóð aftur yfir í tíu vikur, rétt eins og á fyrsta tímabilinu. Úrslitahelgi þriðja tímabils var fyrsta útsending RLÍS úr stúdíói í ARENA. Þessi úrslitakeppni endaði með sigri nýstofnaða rafíþróttafélagsins LAVA Esports, þar sem þeir nældu sér í íslandsmeistaratitilinn og 125.000 krónur.

Tímabil 4. Á fjórða tímabilinu tók Arena við sem aðal styrkaraðili og var deildin þá nefnd “Arena Deildin”. Deildin hélt sama sniði og á tímabilinu þar áður, þar sem deildarkeppnin stóð yfir tíu vikur og leiddi að úrslitahelgi. Tímabilið hófst í byrjun maí 2022 með liðunum LAVA Esports, Þór Akureyri, RAFÍK, KR, Midnight Bulls, Somnio 354 Esports og Breaking Sad. LAVA Esports nældu sér í 40.000 krónur fyrir að sigra deildarkeppnina en þar á eftir voru RAFÍK og Midnight Bulls. Úrslitahelgin þetta tímabil var í fyrsta skipti í sögu deildarinnar haldin á LAN-i í Arena og mættu þangað lang flestir spilarar, ásamt fjölda áhorfenda. Úrslitakeppnin tók tvo daga og endaði á að LAVA Esports fóru heim með bikarinn, 90.000 krónur og annan íslandsmeistaratitilinn. Og þá voru leikmennirnir EmilVald og Vaddimah, ásamt þjálfaranum þeirra BBRX, orðnir fjórfaldir íslandsmeistarar.

Tímabil 5. Á fimmta tímabili deildarinnar voru þrjú ný lið komin í úrvalsdeildina, þau Breiðablik, Pushin P. og BluelaGOONS. Og var þá deildin skipuð af liðunum LAVA Esports, Midnight Bulls, Breiðablik, Þór, 354 Esports, Breaking Sad, BluelaGOONS og Pushin P. Deildarkeppnin hélt sama sniði og áður fyrr og hófst í lok september, en sniði úrslitakeppninnar var breytt og var þar keppt í tvöfaldri útsláttarkeppni. Deildarkeppninni lauk 11. nóvember og úrslitakeppnin var haldin í annað skiptið á LAN-i í Arena helgina 26-27. nóvember. Úrslit deildarkeppninnar kom fáum á óvart nema það að Midnight Bulls, sem lentu í öðru sæti tímabilið á undan, komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina á tímabili 5. Þeir höfnuðu í 7. sæti og voru sendir í umspilskeppnina. Það voru liðin LAVA Esports, Breiðablik, Þór, Breaking Sad, 354 Esports og Pushin P. sem komust í úrslitakeppnina þetta tímabil og fór það að mestu leiti eins og við mátti búast. Risarnir tveir, LAVA og Breiðablik áttu tvær hnífjafnar viðureignir, en LAVA átti betur í bæði skiptin og sigraði keppnina þriðja tímabilið í röð. LAVA fóru sáttir heim með bikarinn og 140.000 kr. Vaddimah, leikmaður LAVA Esports, var þá búinn að slá sitt eigið met og orðinn fyrsti og eini leikmaðurinn til að sigra öll fimm tímabilin.

Tímabil 6. Á sjötta  tímabili deildarinnar tóku við nýjir styrktaraðilar og þar með var nafni deildarinn breytta aftur í RLÍS Deildin. Liðin Suðurtak og Víkingur Ólafsvík komu inn í deildina í stað Midnight Bulls og BluelaGOONS. Annars hélt deildin sama sniði og fyrri tímabil með 7 vikna deildarkeppni sem leiddi í úrslitahelgi sem var spiluð á LAN-i í Arena, dagana 11-14 maí 2023. Breiðablik enduðu á toppnum á deildarkeppninni þetta tímabil með 26 stig, og var það í fyrsta skiptið sem LAVA Esports vinna ekki, frá stofnun liðsins. Breiðablik héldu sigurgöngunni áfram og fóru heim með Íslandsmeistaratitilinn og nafnið sitt á bikarnum, eftir að hafa unnið tvær viðureignir á móti Þór í úrslita leiknum.

Tímabil 7. Á sjöunda tímabili deildarinnar hristist vel upp í liðum deildarinnar, risarnir tveir Breiðablik og LAVA Esports fóru úr senunni og þar að leiðandi fóru leikmenn liðana hver í sína átt. Stórstjarnan EmilVald dróg sig úr deildinni til að einbeita sér að keppninni úti í heimi. Dusty komu aftur inn í deildina og nældu sér í hálft LAVA Esports liðið og hálft Breiðablik liðið, til að mynda ofurlið sem stefndi á íslandsmeistaratitilinn. Hin liðið sem fylltu upp í deildina voru Þór, 354 Esports, OGV, OMON, 1nfinity Esports, Jötunn og Dropi Esports. Dusty sigraði deildarkeppnina með OGV rétt á eftir sér og Þór þar á eftir, á meðan Dropi Esports og 1nfinity Esports enduðu á botni deildarinnar með aðeins einn sigur hvor. Úrslitakeppnin var gríðarlega spennandi, en hún endaði á sigri Dusty.

Liðin